Þannig er nú mál með vexti að ég keypti mér sjónvarp, 21“, með vörumerkið ”Luxor“ ekkert fancy, vildi bara eitthvað sem ég gæti notað, var ekki að hugsa mér eitthvað 49” Plasma. Þetta gekk alveg OK um tíma en þegar að ég ætlaði mér að tengja flakkara við sjónvarpið í gegnum skartengi þá fékk ég mynd og hljóð(held ég, ansi langt síðan) en engan lit, eða semsagt svarthvítt. Mér datt í hug að þetta gæti verið skartengið svo að ég prófaði að nota bara snúrurnar og tengja beint í þetta rauða, hvíta og gula rugl, hef ekki hugmynd um hvað það heitir. Fékk alveg sömu útkomu með þeirri aðferð. Ég veit að þetta er ekki flakkarinn því að hann virkar vel allstaðar annarsstaðar. Ég var að spá hvort einhver lenti í sama veseni og vissi hvernig skyldi laga þetta? Ég hefði athugað síðuna þeirra en ég bara veit alls ekki hvað hún heitir og finn ekkert um þetta sjónvarp, keypti það hjá Elko en þeir eru hættir að selja það held ég. Mér er nokkuð sama um að flakkarar virki ekki í því, en ég er búinn að ákveða að kaupa mér skjákort með TV-OUT tengi, en vil ekki vera að kaupa það ef ég lendi í sama basli, sjónvarpið á að styðja TV-OUT en vil bara vera viss:O..
Bætt við 6. október 2007 - 20:25
Vil bæta við að það er ekki bilað tengi í sjónvarpinu, þar sem að ég ég fæ lit þegar ég nota X360 tölvuna mína.