Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér það er mjög mismunandi hvort það borgar sig eða ekki að flytja inn frá USA, ef gengið er gott þá er hægt að gera góð kaup á ýmsum hlutum frá USA en það er algerlega nauðsynlegt að gera verðsamanburð því sumar vörur eru jafnvel dýrari hingað komnar. Það er að vísu rétt hjá þér í sumum tilfellum en það á ekki við um alla hluti.
Þú getur flutt inn vorur allstaðar frá USA ef þú notar SHOP USA www.shopusa.is vegna þess að þá er verslunin að senda vöruna á milli fylkja í USA og shop usa sér svo um að koma vörunni til þín alveg upp að dyrum meira að segja með tilheyrandi kostnaði auðvitað. Ég hef bæði flutt inn beint og í gegn um ShopUSA og bæði koma ljómandi vel út en ég garði allnokkra rannsóknarvinnu áður þar sem ég bar saman verð en ég keypti vefmyndavélar, móðurborð, minni, örra, mýs, tölvukassa, dvd skrifara omfl. það er mjög gott að nota www.pricewatch.com til að finna góð verð. Ef þú notar shopUsa þá er rosalega þægilegt að þeir sjá um alla pappírsvinnu og koma bara með pakkann.
Ég vil sérstaklega benda þeim á sem hafa áhuga á að flytja vörur inn að panta blek frá USA það er í flestum tilfellum mikið ódýrara en hér heima.
Ég er með EPSON R300 bleksprautuprentara og kaupi hylkin frá USA á um 460 kr stk.(jafnaðarverð)
Hérna heima eru þau ódýrust í elko að ég held á 1695 kr. stk.