Come on… Þetta eru ekki sambærilegir skjáir. Samsung skjárinn er með TN panel frá SAMSUNG á meðan Acer er venjulega með annað hvort einhverja Hong Kong panela eða Samsung panela í betri típunum sínum. Samsunginn (0,255mm) er með minni pixel pitch heldur en Acerinn (0,258mm), Samsunginn styður allt að 16.7 miljón liti miðað við 16.2 miljónir hjá Acernum, Samsunginn er 4:3 aspect ratio með 1600x1200 upplausn meðan Acerinn er 16:10 aspect radio með 1680x1050 upplausn, Samsunginn er með einum besta standi sem kemur með skjáum í dag; hægt að hækka og lækka, halla fram og aftur, snúa skjánum 90° og hann er á snúningsfæti en hvernig stand hefur Acerinn? Það er hægt að halla honum fram og aftur og….. ekkert meira! Svo það er spurning hvort maður ætti að spara heilar 100 krónur og kaupa Acer draslið eða sleppa bland í poka næsta laugardag og kaupa Samsung yfirburði….. Er það einu sinni spurning?