Sæll, algeng mistök þegar verið er að setja saman tölvu er að spara á vitlausum stöðum. Eitt sem þig langar EKKI að gera er að spara við kaup á aflgjafa þar sem eins og nafnið segir til um er það hann sem sér til þess að allir hlutir í vélinni fái rafmagn og rétt magn af því, lélegur aflgjafi getur auðveldlega skemmt viðkvæma íhlutina.
Þegar þú ert að velja aflgjafa þarftu að hafa margt í huga, svo sem er hann með öllum þeim tengjum sem þú þarft. Annað er einnig, þegar þú ert að taka skjákort sambærilegt við 8800 línuna frá nVidia þá þurfa þau í kringum 30ampera straum á 12V spennunni, ef aflgjafinn er að gefa mikið minna en það (sem er ekki ólíklegt með ódýrari, lélegri aflgjafa) þá lendirðu í alls kyns vandræðum líkt og því að tölvan sé að frjósa.
Önnur algeng mistök er að kaupa allt á mismunandi stöðum ef þú hefur ekki mikla þekkingu á tölvum. Þú heldur að þú sért að gera betri kaup með því að kaupa staka hluti þar sem þeir eru ódýrastir, en hins vegar er ekki alltaf að marka það. Sumar verslanir leggja meira upp úr því að hafa vönduð merki fremur en ódýr merki. Einnig ef allt er keypt á sama stað lendirðu ekki í því að ef og þegar eitthver partur í vélinni bilar þá þurfirðu að fara út í það að finna út hvað það sé sjálfur sem getur verið frekar mikið mál þegar þú ert ekki með verkstæðisaðstöðu líkt og verslanirnar. Ef þér tekst ekki að finna út hvað er bilað þá neyðistu til að giska og fara með tölvuna þína þangað sem sá íhlutur var keyptur. Reynist svo að það hafi verið annar partur af vélinni sem var að valda vandræðum þá rukkar verkstæðið þig skoðunargjald.
Ef ég væri þú þá myndi ég, líkt og ég hef bennt mörgum á undan þér á, senda mail á helstu tölvuverslanir þ.e. Tölvutækni, Att, Tölvuvirkni, Kísildal, Start og fleiri og spyrja þá um verðtilboð í vél.
Persónulega myndi ég ekki kaupa mér Sparkle skjákort líkt og þú miðar við og ekki heldur Hitachi disk, einnig myndi ég velja mér vandaðari kassa (mér finnst skipta miklu máli að vélin sé hljóðlát og ódýrari kassar einfaldlega uppfylla ekki þá kröfu, eru oft mjög háværir).
Að lokum vil ég benda þér á
þessa tölvu, gætir sent á þá línu og spurt hvort þeir geti boðið þér að borga á milli og fara út í Quad-Core örgjörvann. Þarna ertu kominn með hraðara minni, stærri harðan disk (og Seagate, ekki Hitachi) og síðast en ekki síst hljóðlátan og góðan kassa með góðum aflgjafa. Auk þess sleppurðu við brasið að setja vélina saman sjálfur.