…amk held ég að það sé málið.
Frá því í sumar hefur 3ja ára Dell Latitude D505 fartölvan mín verið með bölvaða stæla þegar kemur að batterís- og hleðlumálum. Stundum hleður hún sig, stundum ekki, og stundum slekkur hún á sér vegna “low battery” þó hún sé í sambandi!
Ég er orðin hundleið á þessu ástandi, sérstaklega núna þar sem skólinn er að byrja. Er eitthvað sem ég get gert í þessu annað en að halda alltaf við rafmagnssnúruna eða kaupa nýtt batterí?