Hmmm, persónulega myndi ég frekar reyna að kaupa heila tölvu frá einni verzlun, það er ótrúlegt hversu góðan díl þú getur fengið ef þú bara biður um tilboð í samsetta vél… Þá sleppurðu líka við það vesen, þegar og ef eitthver parturinn bilar að þurfa að finna út hvað sé bilað, ef allt er keypt á sama stað þá bara ferðu með vélina þangað og þeir redda því.
Annars lítur þetta sæmilega út hjá þér, en ég myndi reyndar gera þetta örlítið öðruvísi. Fyrst og fremst er það náttúrulega örgjörvaviftan ;) Virðist hafa gleymt að velja eitthvað þar og valdir örgjörva í OEM pakkningu svo þar fylgir engin vifta.
Einnig myndi ég, í stað þess að eyða pening í lítinn raptor disk, taka 2x 500gb og setja þá í RAID0, þ.e.a.s. stripe-a þá, ættir að fá mun betri afköst með því, svo ég minnist ekki á aukna plássið, en ég myndi ekki kaupa mér Western Digital þó þeir væru 50% ódýrari en aðrar tegundir, frekar borga aðeins meira fyrir Seagate.
Persónulega myndi ég borga 1000kr.- meira fyrir annað merki í skjákortum en Sparkle, en ég hef kannski bara verið óvenju óheppinn með Sparkle kort.
En að öðru leiti er þetta sæmilega sett saman hjá þér, en eins og ég segi, forðast að kaupa hlutina alla á sitthvorum staðnum, yfirleitt sparar það þér lítið sem ekkert ef þú ert bara nógu sniðugur til að biðja um tilboð frá verslunum.