Blessaður,
ég hef alltaf talið það sniðugast, ef þú ert ekki flinkur að setja saman tölvur sjálfur, að kaupa alla hlutina á einum stað, og láta jafn fram búðina gera þér tilboð. Margar tölvuverzlanir bjóða upp á ókeypis samsetningu séu allir partarnir keyptir hjá þeim.
Annar kosturinn við það að kaupa alla hlutina hjá sama aðila er sá að ef að eitthver vélbúnaður bilar og þú ert ekki viss hvað sé bilað, þá þarftu að fara með tölvuna í viðgerð hjá eitthverjum aðilanum og ef þú lendir ekki á réttri búð, þar sem þú keyptir bilaða hlutinn, þá neyðistu til að borga þeim skoðunargjald, og fara svo í hina búðina og fá hlutnum skipt út.
Ég mæli með að þú sendir fyrirtækjunum mail og spyrjir þau um tilboð.