Heldurðu að þeir sem reki Tölvutækni myndu vera að bjóða tölvu með of litlu aflgjafa ? Ef þú ætlar að fara út í einhverjar öfga yfirklukkanir þá er það rétt, þá dugir 400W powersupplyið skammt, en þar koma þessi auka 20W frá Kísildal einnig að litlum notum.
En síðan segirðu að örgjörvinn (ekki örgjafinn) og minnið skipti mestu máli í mynd- og hljóðvinnslu, sem er að sjálfsögðu rétt, það og hraðinn á harðadisknum ef hann er að rendera myndskot. En af hverju ráðleggurðu honum þá að taka tölvu með 667mhz minni? Að því ógleymdu að þetta er ekki sami einstaklingurinn og sagðist ætla að vera í hljóð- og myndvinnslu, heldur einhver allt annar sem ætlar líklega að nota sína vél í leikina, og þá skiptir sköpum að vera með 8800GTS í stað 8600GT! (síðan ætla ég að leyfa mér að halda að þegar þú skrifaðir INter core 2 duo e6640 hafirðu ætlað að skrifa Intel Core 2 Duo E6420, ekki til neinn sem heitir E6640 (er reyndar að koma út nýir örgjörvar frá intel sem enda á 50 í stað 00 en það er annað mál))
Þannig að eins og ég segi, ég hef fulla trú á því að þeir í Tölvutækni viti hvað þeir eru að gera þegar þeir selja samsetta tölvu, að aflgjafinn sé nægilega öflugur til að keyra blessuðu vélina.
Að lokum, þá segirðu honum að hugsa málið og tala við fólkið í tölvubúðunum, en samt eigi hann að fara niður í kísildal og láta þá sníða tölvuna að hans þörfum? Ég myndi frekar bara ráðleggja honum að senda e-mail á allar helstu tölvuverzlanirnar með verðhugmynd og hugmynd um notkun, með helstu verzlanir á ég við Tölvutækni, Kísildal, Att, Computer.is, Tölvuvirkni, Task, Tölvutek, Start og Tölvulistann (vona að ég sé ekki að gleyma neinum), ekki einblína svona mikið á eina búð líkt og þú virðist gera.