Ég er að fara að kaupa mér nýja tölvu, ég veit í raun ekkert um vélbúnað nema það sem ég ef heyrt frá þessum afgreiðslumönnum og þeir eru ekki beint hlutlausir. Ég er s.s. að leita mér að góðri tölvu sem úreldist ekki strax. Í tölvulistanum fékk ég tilboð um kassa upp á 134.000 sem innihélt:

Örgörva: Intel E6700 - Core 2 Duo 4MB
Móðurborð: MSI P6N Platium - Core 2 Duo
Minni: 2GB Fual DDR2 667MHz
Harðidiskur: 500 GB WD SE 16MB - SATA II
Skjákort: 256MB GeForce8 NX8600GTS
Skrifari: 18x DVD + DL
Hljóðkort: 7.1 Dolby Digital 24-bit EAX2
Netkort: Dual Gigabit 10/100/1000

Síðan fór ég líka í TASK og fékk þar tilboð upp á 161.500 sem innihélt:

ASUS M2N32SD AM2 940 Nforce 590 SLI
AMD 6000+ X2 AM2 Örgörvi
2048mb DDR2 800Mhz Kingston HyperX Dual
XFX 8800GTS 320mb 500MHz
320gb Seagate SATA II
20x DVDR SATA skrifari
550w Zumax Aflgjafi
Coolermaster Centrion Turnkassi
og 19" SAmsung skjár 931C 3000:1 (held að þetta sé prentvilla og eigi að vera 2000:1) 2ms

Er þetta frá task ekki betri tölva? Skjárinn er á 30.000 og ég ætla hvort sem er að fá mér nýjan skjá. Þannig að í raun eru þessi tilboð á samskonar verði
Og síðan var afgreislumaðurinn í TASK að tala um að Intel örgjörvar varu betri og jafnframt dýrari en AMD örgjörvar og að þeir störvuðu öðruvísi, er er það þess virði að borga 10.000 meira fyrir Intel örgjörva? og í rauninni bara hver er munurinn?

Vona að einhver fróðari en ég geti commentað á þetta =D

Með fyrirfram þökk
Jón