allar tölvubúðir eru leiðinlegar. Það hafa allir lent í slæmri reynslu í einhverri búð. Bara spurning um að fræða sig aðeins um málin og taka ekki við einhverju kjaftæði.
Heimilstölvan bilaði einu sinni hjá okkur, og við fórum með hana í tæknibæ og þeir sögðu okkur að móðurborðið væri ónýtt. Settum tölvuna í flýtimeðferð og borgðuðum slatta fyrir, því að við máttum ekki vera án tölvunar lengi. Komum aftur eftir viku og þá voru þeir ekki einu sinni búnir að snerta tölvuna. Gaurinn skipti bara um móðurborð meðan við biðum. Tók svona 10 mínútur!!
Ég versla bara þar sem ég þarf að versla (þó að ég reyni nú að versla eins lítið og mögulegt er við BT). Geymi bara allar kvittanir og passa það að vera með mín mál á hreinu. Ef þessar búðir eru með einhver leiðindi þá þarf maður bara að vera 10x leiðinlegri til baka og ekki að sætta sig við eitthvað kjaftæði.