Málið er að ég nota 2 hljóðkort, annað er semsagt REALTEK HD innbyggt hljóðkort og hitt er Creative Sound Blaster Audigy SE.
Þetta er tengt svona
Hátalarakerfi 5.1 -> Realtek
Icemat Siberia Headphone -> Soundblaster
Mice - Realtek
Ég á ekki í vandræðum með að spila lög á hátölurunum eða spila lög í heyrnartólunum. En þegar ég vel til dæmis REALTEK til að spila lögin og vel svo Soundblaster og kveiki svo á Ventrilo/Skype/Teamspeak, þá heyra allir það sem hátalarnir spila þótt að þeir séu slökktir, og þegar ég spila tónlistina, hef volume stillt í 1% og tala í micinn þá heyrir fólkið meira í tónlistinni en mér þótt að ég sé nánast að borða micinn(Hef hann svo nálægt.
Svo er seinna vandamálið, að þegar ég tala í micinn þá kemur allt sem ég segi í hátölurunum.
Ég veit að þetta eru eitthver stillingaratriði en ég hef bara ekki fundið hvar þau eru enn!
Ég er með Realtek Driver sem fylgdi móðurborðinu og Soundblaster driver sem var á www.soundblaster.com
Ég vil líka taka það fram að þetta virkaði allt 100% en ég formataði um daginn og hef ekki náð að stilla rétt síðan þá!
HJÁLP!
fnr XRyy