Þessi ætti að uppfylla allar þínar kröfur og er á mjög góðu verði.
E6600 örgjörvinn er sá hagstæðasti í dag, þ.e.a.s. mestu afköst miðað við verð. Antec kassarnir eru helvíti vandaðir og stílhreinir og þessum fylgir 500W nánast hljóðlaus aflgjafi.
GeForce 8800 serían er að koma andskoti vel út og er með DirectX 10 stuðningi fyrir næstu kynslóð tölvuleikja (DirectX 10 mun reyndar aðeins koma út fyrir Windows Vista, svo ég mæli með að þú kaupir stýrikerfið um leið og þú kaupir tölvuna, það munar um 20þús kr á því hvort þú kaupir það með tölvu þ.e.a.s. OEM eða hvort þú kaupir það sér, þ.e.a.s. retail.)