Persónulega myndi ég frekar fá mér
þetta heldur en
þetta þar sem það kemur yfirklukkað frá framleiðanda, minnishraðinn er 1700MHz á móti 1600MHz og klukkuhraði kjarnans er 576MHz á móti 500MHz. Einnig hef ég lítið álit á Sparkle, hef átt 2 kort frá þeim. Annað dó eftir að það var runnið úr ábyrgðinni (GeForce 4200Ti) og hitt er ég með í tölvunni as we speak (GeForce 7800GTX) og er að gefa frá sér þennan þvílíka hávaða, viftan að slást utan í hlífina í kringum sig, þarf að fara og skila því, enda ennþá í ábyrgð.
Þarna er reyndar 2þús króna verðmunur, en ég myndi ekki velta mér mikið upp úr því fyrir kort yfirklukkað af framleiðanda, og frá að mínu mati betri framleiðanda.