RHR er já mikilvægt þegar talað er um miðlun til auga en þar sem þú greinir aðins 24fps er ekki sjéns að þú sjáir mun á 60-75hz
Ástæðan fyrir því að túbuskjáir eru frekar notaðir við gaming má oft rekja til þess að leikjaspilendur sem “spila” allan daginn fá höfuðverk af því að vera með lægra en 70hz.
Mmm svo virðist vera sem að líffræði bókin mín sé a verða frekar úrelt. Annars er þetta mjög mismunandi eftir einstaklingum…. Vel þjálfað auga getur náð allt að 100fps en það á yfirleitt við um íþróttamenn á háu stígi svo sem kappakstur osfv.
Hinsvegar jafnvel þó þú sjáir ekki mun á 75fps og 200fps finnur þú án efa einhvern mun. Það kemur þó skjánum lítið við og þarf aðins tölvan að höndla leikin á þeim hraða.
Ef þú ert að leita að einhverju í skjá áttu að skoða ms og skerpuna þar sem hz skipta frekar litlu máli ( nema þú þolir ekki að horfa á skjá undir 100 )
Dóri minn, outdated views ftl… ný tækni breytir hlutunum… Allt sem þú segir er fullkomlega rétt miðað við CRT skjái…
Málið er að LCD skjáir nota ekki hertz. Myndin flæðir stöðugt á þeim í staðinn fyrir að refreshast stanslaust… þessvegna skiptir ms mun meira máli á LCD skjánum því það kemur næstum í staðinn fyrir hertzin. Mjög erfitt að lýsa þessu… Ef þú ert með kyrra mynd á CRT skjá þá er samt alltaf að skiptast um mynd… fyrir 60hz skjá væri þá myndin endurnýuð 60 sinnum á sek. Á LCD skjá aftur á móti endurnýast hún ekki, hún bara er kyrr… ein og sama myndin, vökvakristöllunum er einfaldlega haldið í sama formi.
Svo þegar hluti myndarinnar breytist á CRT skjá þá er algerlega nýrri mynd varpað á skjáinn í næsta refreshi… á LCD skjá hinsvegar er ekki hreyft við þeim hlutum myndarinnar sem haldast óbreyttir en þeir pixlar sem breytast skipta einfaldlega um lit óháð restinni af skjánum.
Aftur á móti í leikjum einsog skotleikjum þar allur skjárinn er stöðugt að breytast, oft mjög hratt, getur 60mhz CRT skjár bara sýnt 60 breytingar á sekúntu. Á LCD skjá hinsvegar þá eru ekki x margar breytingar á sek heldur breytist hann bara í einu stóru flæði, mjög flókin fræði á bakvið þetta. Þar er ms það sem skiptir mestu máli í hraða skjásins til að breyta sér.
Einstaklingsbundið … ef ég væri t.d. að uppfæra hjá mér fengi ég mér ekki minna en 20". Merki sem klikka sjaldnast myndi ég segja vera ViewSonic og Samsung.
Þá myndi ég mæla með 22" Widescreen Samsung skjá, með 2ms svartíma og 1000:1 skerpu. Hægt að snúa honum á alla kanta (reyndar ekki hækka og lækka). Og náttúrulega með bæði AGP og DVI inngangi.
Hann fæst allavega hjá Tölvutækni og Start hér eru linkarnir.
Tjahh, hef runnað bæði COD 2 og Brothers in Arms á þeim, kemur fínt út. Og flestir ef ekki allir nýir leikir bjóða upp á widescreen upplausnir svo það ætti ekki að verða vandamál. Hvað non-widescreen forrit og leiki varðar, þá hef ég ekki ennþá prófað að runna það á þeim, en ég HELD ég að hann geri eins og undanfarar sýnir sem teygja örlítið á myndinni (sbr. mynd reyndar 24" skjár) en það kemur ekkert illa út.
Júmm, 2millisekúndna svartími (og þeim mun lægri svartími, þeim mun betra, líkt og clock latency(CL) á minnum og ef við eigum að fara út í fræðin, þá er ms = 10^-3s eða 1/1000s). Það er frí heimsending hjá Tölvutækni á sendingum yfir 25þús, sem er fínt ef þú býrð út á landi eða ert ekki með bílpróf, en annars eru verðin bara sambærileg hjá þeim og Start.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..