Ég er með AMD3000+ 64bita örgjörva og GeForce 6600GT 128 mb kort og er búinn að vera með þetta í rúm 2 ár. Er einnig með 2x 512MB minni, það eru bara 2 slot í Shuttle XPC kassanum mínum. þetta er kassinn minn.
Núna hef ég verið að hugsa um að uppfæra gripinn aðeins, og gera það bara almennilega.
Ætla að kaupa mér AMD 64 X2 Dual Core 5600+(17.860 kr.) og Geforce 8600GTS 256 MB(19.860 kr.) og langar líka að uppfæra uppí 2GB minni.
Vandamálið er að ég hef ekkert kynnt mér svona Shuttle kassa og þar sem þeir eru nú aðeins í minni kantinum langaði mig að spyrja hvort að þetta passar ekki allt saman inní kassann, þarf ég nokkuð að splæsa í nýjan?
Varðandi vinnsluminnið, mér sýnast bara vera 2 minnisslot í kassanum. Er hægt að setja 2x 1gb í þau? Þar sem gb minni er oft pöruð saman, var að pæla hvort þau tækju 2slot.
Fyrirfram þakkir, Aroni. :)
Bætt við 23. maí 2007 - 19:35
Já og hvort mælið þið með AMD eða Intel í almenna vinnslu sem og leikjaspilun?
will u do the fandango