Hefur einhver hérna lent í þeim vanda sem ég er að kljást við núna, ég hef aldrei séð svona áður!
Tölvan hefur þessi spec:
MSI nForce 2 móbó
AMD Athlon 3000+XP
Radeon 9800 XT
512 + 1024 DDR 200 mhz
Windows XP Pro Service Pack 2
Það sem ég er að lenda í er að þegar ég er kannski að setja upp forrit eða hún er að loada einhver möpp í einhverjum leik, þá gerist EKKERT þangað til að ég ýti nokkrum sinnum á ctrl+alt+delete og þá heldur hún áfram eða byrjar þá að loada borð sem hún átti að gera.
Þetta gerist í mjög mörgum leikjum og fyrir mjög mörg forrit sem ég er að installera.
Þarf að ýta sirka 3var sinnum á ctrl+alt+delete til eftir að ég er búinn að keyra .exe skrá af leik svo hún geti opnað hann :S
Veit einhver lausnina á þessu?