yfirklukkun er dregið af því að hraði tölva er mældur í klukkupúlsum eða Ghz/Mhz. Yfirklukkun eru sem sagt aðgerðir eða breytingar til að hækka klukkuhraða til að fá betri afköst. Segjum td. að ég sé með 2Ghz örgjörva þá gæti ég yfirklukkað hann til að vinna á 2.5Ghz eða jafnvel 3Ghz, mismunandi eftir vélbúnaði hversu hátt þú getur farið.
Að yfirklukka skjákort er ekkert mál. Nýasti Geforce driverinn býður upp á þetta og svo lengi sem að skjákortið þitt er nógu “kalt” þá þarftu bara að ýta á einn takka og fylgjast með hitastigi í stutta stund.
Að yfirklukka tölvu er svolítið flóknara og ef maður veit ekki hvað maður er að gera getur maður skemmt tölvuna sína (frekar erfitt samt nema ef maður hefur
ekkert common sense).
Mæli með að því að þú lesir
þetta, og lesir það
allt. Mjög góðar leiðbeningar og þó að þetta virðist frekar flókið fyrst þá er þetta mun einfaldara en maður heldur. Gangi þér bara vel og endilega spurðu hérna ef það er eitthvað sem þú botnar ekkert í.