Þetta er sverleikinn, þeas hversu þykkar leiðslurnar eru. Það er samt alls ekki hægt að segja bara þykkra = betra.
Málið er að vatnsflæðið er það sama, ef leiðslan er þynnri þá streymir vatnið bara hraðar til að bæta upp fyrir það.
Þynnri leiðslur þýðir hraðara vatsstreymi (sem getur verið kostur eða galli, allt eftir lengd og gerð hringsins), auðveldara að beygja og sveigja leiðslurnar eins og þarf en aftur á móti þarf aðeins kraftmeiri pumpu.
Þykkri er mun erfiðara að leiða um kassann og vatnið streymir hægar, en krafturinn úr pumpunni skilar sér betur og preformanceið verður smááá betra.
Ég mæli með 3/8 ID, 1/2 OD leiðslum, en þær eru sona millivegurinn. Passað þig samt á því að sumir framleiðendur sorta víddina eftir OD (outer diameter) en aðrir eftir ID (inner diameter), t.d. sortera DangerDen eftir ID en mörg evrópsk fyrirtæki eftir OD.