ASUS fartölvan mín er eitthvað biluð. Þegar ég var að nota hana í gærkvöldi kom einhver blár skjár og svo slökknaði á henni áður en ég gat lesið hvað stóð þarna. Ég leyfði henni bara að eiga sig í bili, en núna þegar ég ætla að kveikja á henni gerist ekkert! Það heyrist svona smá hljóð einsog hún sé að kveikja á sér, kvikna nokkur ljós, en svo slökknar allt aftur eftir nokkrar sekúndur.
Hvað er að gerast og hvað get ég gert? Ég bý út á landi og það eru engin tölvuverkstæði í grenndinni, og ég þarf nauðsynlega að nota tölvuna næstu vikurnar, er á fullu í prófum og þarf að nota ýmis gögn í henni og skila verkefnum og svona.
Plís, getur einhver hjálpað mér?