Ég er með ágætis Hyundai tölvu og AMD örgjöfra, en er samt ekki alveg sáttur. Lætin í þessu eru slík að það er ekki vært í næstu íbúðum á meðan tólið er í gangi. Ég fór í Hugver um daginn og bað um hljóðláta viftu á örgjörfan og þeir seldur mér pís-of-sjitt viftu fyrir 2.400 sem er ekkert hljóðlátari, verri ef eitthvað er. Þar sem ég var búinn að fara 3 ferðir til þeirra bakkaði ég henni bara aftur saman og setti hanan inní geymslu. Í turninum er í dag 300W power supply, vifta á örgjörfanum og ein oggulítil á skjákortinu… Hver þeirra er líklegust til að vera með mestu lætin og hvað (og hvar) á maður að kaupa til þess að þetta verði hljóðara?
Kveðja,
deTrix