Jæja… og ég hélt að ég hefði heyrt margt fáránlegt frá fólki sem er græningjar um vélbúnað en þessa slær því flestu við. Sérstaklega finnst mér sárt að góður BF spilari sem ég bar virðingu fyrir á þeim tíma sem ég spilaði skuli vera með svona hugmyndir.
Endilega bentu mér á grein, review eða benchmark frá virtri síðu sem segir að dpi skipti ekki máli.
Annars ætla ég aðeins að skrifa um þá vélbúnaðarþætti sem skipta málí í músum, þeas ekki takkafjölda, útlit og þannig heldur innri vélbúnað:
Resolution er aðal þátturinn og er mælt í dpi. Fjöldi dpi stendur fyrir hversu marga búta einni tommu af undirlaginu er skipt í. Hátt dpi eykur smoothness og gerir músina mun betri í að rekja fínar hreyfingar. Til að gera nákvæmnishluti einsog að ná headshottum í FPS leikjum er dpi þar með ótrúlega mikilvægt.
Mx500: 800dpi
Mx518: 1600dpi
G5: 2000dpi
Aftur á móti á maður ekki bara að horfa á dpi, það væri eins og að velja sér skjákort eftir því hversu stórt minni það hefur. Þetta er mikilvægur þáttur en það er líka fleira sem skiptir máli.
Lasermýs byggjast á því að skynjari tekur örsmáar myndir af yfirborðinu og ber svo saman hverja mynd við myndina á undan og greinir svo að ef kennileiti á myndinni t.d. hafa færst upp er verið að hreyfa músina niður.
Þessar myndir sem eru teknar af yfirborðinu hafa náttúrulega sinn pixlafjölda og FPS, en þetta er mælt í hversu marga pixla samtals músin tekur á sekúntu. Þetta er mælt í (mega)pixel/sec.
Mx500 tekur 900 pixla í hverry mynd (30x30) og tekur 5250 myndir á sekúntu. Þetta gefur henni 4,7 megapixel/sec. Þetta margfaldað með dpi gefur svo nákvæmnina nokkuð vel í ljós.
Mx500: 4,7mpxl/s
Mx518: 5,8mpxl/s
G5: 6,4mpxl/s
Næst koma svo mesta hröðun og hraði sem músin þolir án þess að missa skynjunina. Hröðunin er mæld í g sem stendur fyrir hröðun hlutar í frjálsu falli. Mx500 þolir mest hröðuninna 10g sem þýðir 10föld þyngdarhröðun eða +98m/s/s. Þú munt auðvitað ekki halda þessarri hröðun í heila sekúntu (þá væri músin komin á 350km/h) en ef þú rykkir harkalega í hana harkalega getur þú allveg komist á svona mikla hröðun í nokkur sekúntubrot. Stöðugur hámarkshraði er svo 40tommur/sec.
Hámarkshröðun:
Mx500: 10g
Mx518: 15g
G5: 20g
Hámarkshraði:
Mx500: 40tommur/s
G5: 65tommur/s
Hjá Mx518 er hámarkshraðinn ekki uppgefinn á heimasíðu logitech af enhverjum ástæðum.
Og eins og ætti að sjást á þessum tölum eru Mx5– og sérstaklega G5 mýsnar orðnar það góðar að sama hvað maður kippir og sveiflar þá hafa kúlumýs ekkert lengur framyfir þessar góðu lasermýs.