Málið er það mig vantar smá hjálp að setja saman servertölvu má kosta frá 25-50 þús. Þá erum við að tala mér vantar bara góðan örgjafa og móðurborð og vinnsluminni. Endilega komið með hugmyndir.
Geforce 8800 er skjákort right ??? hvaða brandri er þetta er engin sem veit eitthvað annað en að kaupa rusl í elko eða skjákort í servertölvu? :O Plz snillingar komið fram núna og dragið þetta áhugamál upp í áliti hjá mér aftur ( djók ) en samt plz
þetta er eiginlega það skársta sem ég gat :/ bíddu samt eftir að einhver annar komi með eitthvað, ég er kannski orðinn doldið ryðgaður í þessu, nokkrir mánuðir síðan ég var í svona málum
Umm fyrir vefsíður: Hvaða rusl sem er. Svo lengi sem það er með örgjörva, móðurborð, minni, harðann disk og netkort þá dugar hvað sem er nema síðan sé að fá enhverja rosa traffík.
ég er nú ekki mikið inni í server dóti en ég mundi segja eitthvað svona:
Intel Core 2 Duo E6300 - 13450kr “att.is Abit AB9 Pro - 14490kr ”hugver.is 1GB (2x512MB) DDR2800 - 6860kr "tolvuvirkni.is Svo bara eitthvað skjákort á ca. 5 þúsund (passaðu bara að velja skjákort með innbyggt minni en ekki kort sem stelur af minni tölvunar)
samtals = 39800kr
Móðurborðið er mjög stöðugt svo þú gætir auðveldlega yfirklukkað örgjörvan yfir 2ghz til þess að fá smá auka kraft úr vélinni. Ef þú týmir að eyða meiri pening gætirðu jafnvel fengið þér C2D E6400 en þú græðir nú samt ekkert rosalega á því með server vél. Getur svo bætt við öðru GB af minni seinna.
Fáránlegt að yfirklukka servertölvu, því það er óstöðugt in general að gera það við allar tölvur, og getur alltaf valdið einhverjum vandræðum. “Síðan er niðri vegna þess að mongólítinn sem við réðum til að sjá um þetta yfirklukkaði örgjörvann upp á funnið”
svo lengi sem að maður viti hvað maður sé að gera þá er ekkert að yfirklukki. Hef séð E6300 yfirklukkaðan upp í 2.93Ghz og hann var alveg stöðugur. Eina ástæðan fyrir því að ekki var farið hærra var út af móðurborðinu. Græðir slatta á því að yfirklukka E6300 úr 1.8 upp í 2Ghz og með þessu móðurborði sem ég bennti á er það biti af köku. Þarft að fara með Core 2 duo örgjörvana skrambi hátt til þess að þeir fari að kvarta, móðurborðið er flöskuhálsinn í yfirklukki í dag en AB9 Pro er gæða borð (sérstaklega miðað við verð) og fátt sem að það ræður ekki við.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..