Ég fékk mér um daginn einhver headset frá bt, aðalega fyrir micinn svo ég gæti talað á Teamspeak.
OK, svo núna plugga ég honum í (USB) og það er alltaf hljóðið í viftunum mínum fyrir aftann. Þetta er svo góður mic að ég get ekki verið á ts án þess að fólk sé bara pirrað út af viftunum.
ég hef áttað mig á því að ég þarf að fá mér mic með noise reducer. ég er búinn að henda hulstrinu með “skila” miðanum frá bt á, en á samt nótuna. Var að spá hvort ég gæti skilað þessu og fengið mér mic með noise reducer. en spurningin er, get ég fengið mér mic með noise reducer sem er USB á skikkanlegu verði? Einhverjar hugmyndir?
vill helst fá uppbyggjandi og góð nytsamleg svör, skítköst og niðrandi komment afþökkuð.