Ég er að spá í að kaupa mér ferðatölvu þannig að ég er að selja heimilistölvuna.

Vélbúnaður:
Móðurborð: MSI 875P Neo FISR
Örgjörvi: Intel Pentium 4 2.8GHz 800MHz FSB
Vinnsluminni: 2x 512MB Kinston Hyper-X 400MHz (dual channel)
Skjákort: Ati Radeon 9800 Pro 256MB
Harðir diskar: 2x WD Raptor 36GB (RAID stripe), 2x Samsung 200GB (RAID Mirror)
Hljóðkort: M-Audio Revolution 7.1
Geisladrif: Plextor PX-708A CD og DVD skrifari
Chieftec turn með 360W spennugjafa
Zalman kopar kæling á örgjörva og skjákorti ásamt hitastýrðum viftum í kassa.
19" Hitachi CRT skjár
USB Lykklaborð og Mús
HP Scanjet 5550c skanni
Logitech hátalarakerfi með 2 litlum hátölurum ásamt bassaboxi


Ég er nú búinn að eiga þessa tölvu í svolítinn tíma (örugglega 4ár eða eitthvað) en hún er samt mjög góð enn í dag. Hún er sett upp þannig að örgjörvinn er á 800MHz FSB og vinnsluminnið vinnur í dual channel þannig að það er líka á 800MHz, síðan er stýrikerfið á RAID stripe þannig að öll vinnsla er mjög góð, síðan er ég með öll persónuleg gögn á RAID mirror uppá öryggið.

Ég formatta alla diska og set tölvuna upp frá grunni fyrir nýjan eiganda.

Forritin sem munu fylgja með:
Microsoft Windows XP Professional
Microsoft Office 2003 Student Edition
Trend Micro PC-chillin Internet Security 2007

Allir diskar munu fylgja með ásamt umbúðum.

Ég veit að ég fæ nú ekki mikið fyrir þetta, en ég tími ekki að henda þessu þannig að ef einhver hefur áhuga þá endilega að senda mér tilboð. Ég er einnig með tölvuborð sem ég get selt sér eða með þessu öllu saman.

Ekkert mál að redda myndum fyrir áhugasama.
Kveðja,