Ég er ekki að vera með neinar staðhæfingar. Gæði örgjörva breytist ekkert þegar að ný skjákort koma út. Skjákort geta vissulega stuðið mismunandi örgjörva eða móðurborð mis vel en það er mikklu frekar skjákortinu og framleiðanda þess að kenna þar sem að maður uppfærir skjákortið mikklu oftar. Framleiðandi skjákortsins á að sjá til þess að það styði þá tækni sem er nú þegar til staðar, ný tækni kemur mikklu oftar út í skjákortum en móðurborðum eða örgjörvum.
Ætla bara minna þig á að x1800 (2900) grunn útgáfan rústaði
8900GTX beta útgáfu með “lélegum” X2 örgjafa á meðan 8900 kortið stóð á E6800.
Hvorugt þessara korta er komið út svo ég hef ekki hugmynd hvaðan þú færð þessar upplýsingar….Auk þess er r600 töluvert öflugari en G80, var prófað að skipta og gáð hvernig r600 gékk á E6800?
R600 kjarninn að herma eftir G80??? Hverskonar rugl er þetta?
Þetta sagði ég aldrei. Það sem ég var að meina er að Nvidia kemur með nýja tækni sem ATI menn svo svara oftast nokkru seinna og oftast allt of seint að mínu mati. Þegar ATI koma loksins með eitthvað til að svara nýrri tækni frá nvidia eru nvidia þegar komnir langt með eitthvað en þá nýrra. Nvidia voru td. fyrstir með:Turbocache - ATI svara með hypermemory, Nvidia stökkva yfir í PCI-E og kynna fljótlega SLI tæknina, ATI fylja á eftir og koma með crossfire. Og núna hefur nvidia komið með fyrstu directX 10 skjákortin og hafa þau verið á markaðinum í ágætis tíma og komnar margar mismundandi útgáfur og fleiri á leiðinni og ATI geta ekki einu sinni sagt okkur hvenær þeirra kort kemur loksins út.
Þangað til að AMD koma með nýjan örgjörva verður intel core 2 duo betri. Sumar blöndur geta gengið betur en aðrar (AMD+ATI eða intel+geforce) en það er ekki örgjörvanum að kenna.