Heimilistölvan hefur tekið upp á því að frjósa á nokkuð oft núna. Þetta er búið að gerast núna nokkra daga í röð og það gerist alltaf það sama. Hún frís alveg algjörlega, ekkert virkar, ekki klukkan ekki músin ctrl + alt + delete, það gerist ekki neitt. Þetta gerist oftast þegar það er enginn búinn að vera í henni í smá tíma, og oftast er þetta milli 4 og 6 á daginn. Ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að halda inni takkanum þangað til hún slekkur á sér en þegar maður kveikir síðan á henni aftur kemur bara Pentium 4 merkið og svo gerist ekkert…þarf alltaf að slökkva á tölvunni og býða í svona 10-15 mínútur þangað til að hægt er að kveikja á henni aftur. Hélt fyrst að örgjörvinn væri kanski að ofhitna því viftan í tölvunni er alltaf eins og ryksuga en hún blæs samt líka alltaf út köldu lofti. Mér dettur ekkert í hug sem gæti valdið þessu. Engir vírusar samkvæmt NOD32 og þetta hlýtur eiginlega að vera vélbúnaðar bilun held ég. Hefur einhver lennt í einhverju svipuðu?