Ég póstaði um daginn inn á “Hjálp” að Medion vélin hjá mér væri alltaf að re-starta sér og núna um daginn fór móðurborðið í vélinni.
Svo ég hef aðeins verið að skoða og verið að pæla í að kaupa mér einhvað af þessum uppfærslutilboðum bara svona til að redda mér. En mér líst ekkert rosalega vel á þau, það er heldur enginn svaka afsláttur af þessum “tilboðum” í stað þess að kaupa þetta bara í stykkjatali.
Var að horfa á þessi uppfærslutilboð uppá þetta 20-30 þús kall bara til að redda mér, en er eiginlega kominn á að spreða svona 50-60 þús kalli og fá þá nánast nýja góða vél.
En allavega, ég var hérna áður fyrr allur inni í þessu tölvudóti, vissi alveg framm og tilbaka hvað væri best og hvað væri rusl og allt það, en fyrir svona 3 árum hætti ég að spá í þessu svona mikið og núna er ég aðeins farinn að pæla í þessu aftur. En það að skoða þetta í dag, ég meina hvað er PCIe og hver er munurinn á AMD athlon eða sempron eða athlon X2 Dual Core eða öllu hinu Intel dótinu, þetta er eins og nýtt tungumál fyrir mér að skoða þetta.
Ég á fullt af dóti sem ég vil nota, t.d. Dragon kassa, en minnir að það sé bara 300w aflgjafi í honum, þannig að ég gæti þurft að kaupa nýjann aflgjafa. Ég á 5 harða-diska sem ýmist eru IDE og Sata en eru samtalls um 1Tb, 4 stk DVD drif og eitthvað fleira dót.
Ég held ég væri til í að spreða svona 50-60 þús kalli í þetta. +/- einhverja þúsundkalla.
Og mig vantar þá helst móðurborð og örra + viftu og minni, gott skjákort 256mb eða meira (helst ATI). Og kannski einhvern “lítinn” Sata harðann-disk.
Ég er búinn að finna skjákort sem mig langar í sem fer í PCIe x16 rauf (Hvað svo sem það þýðir), hérna áður fyrr var PCI rauf bara PCI rauf.
Ætti ég kannski frekar að leita að AGP skjákorti.
Og eru til einhverja fleyri svona nýjar raufar.
Hérna áður var ég miklu meiri AMD maður heldur en Intel. Síðasta AMD vélin sem ég keypti var 1700 XP (1470 mhz, og er að nota þá vél núna) Og síðasta Intel vélin mín var P4 3.0Ghz.
Ég vil ekki celeron örgjörva (eða svipaða “cheap made” örgjörva) Ef einhver gæti gefið mér upp nafnið á svona “cheap made” örgjörvum þá væri það vel þegið.
Ég hef verið í mjög blandaðri vinnslu. Ég er mikið í tölvuleikjum og vil eins og flestir tölvuleikjafíklar keyra allt í bestu upplausn. Ég nota netið alveg hrikalega mikið, og er mikið inni á flash síðum og sjálfur aðeins að búa til flash dót, er aðeins í 3D grafík og myndvinnslu. Og er mikið í Video-vinnslu.
Þannig að þótt ég sé ekki að leita að því dýrasta og flottasta þá vil ég samt svona þokkalegt dót, gott skjákort, ekki minna en 1 gb minni og sæmilegann örra, og stöðugt móðurborð.
Ef einhver getur bent mér á einhverjar góðar samanburðarsíður fyrir örgjörva, skjákort, minni og allt það dót.
Og einnig ef þið getið bent mér á einhver góð “tilboð” eða sagt mér að þessi tækni sé í raun orðinn úreld og ég ætti ekki að kaupa hana eða kaupa hana afþví hún er góð og orðinn ódýr núna afþví hún er að fara út af markaðnum eða eitthvað álíka.
Eins og ég segi þá er ég svona fyrrum tölvugúru sem er eiginlega dóttinn dálítið útúr þessu tölvudóti og þarf svona smá aðstoð til að læra á þetta nýja dót.