Titillinn skýrir sig nokk sjálfur en þetta lýsir sér þannig að eftir klst eða þar um bil frá því að ég kveiki/rístarta tölvunni slökknar einfaldlega á músinni, hún bara deyr og ég þarf að rístarta til að hún virki aftur. Ég er búinn að prufa að slökkva á USB Error Detection messages í Device Manager en það virtist ekki laga neitt, ég var að fá nýtt MSI móbó og AthlonXP 1700+ og bara núna byrjaði þetta, var áður á P3 866 dell og þar gerðist þetta ekki, ég notaði músina líka á laptop á milli tölvanna tveggja og þar virkaði hún algjörlega.
Ég á ennþá eftir að prufa aðra USB mús til að tjekka hvort það sé bara músin og síðan ætla ég að prufa USB->PS2 converter en ég ákvað bara að pósta hérna líka ef einhver skyldi hafa lent í sama vandamáli og vonandi leyst það.
Hvað er eiginlega að glænýju músinni minni? :(

P.S Músin dó á meðan ég skrifaði póstinn, help!!

Ravenkettle