Daginn,
Ég var að spá í að stækka minni í fartölvunni minni. Ég er með 512 en langar í stærra. Ef það stækkar get ég þá ekki spilað tölvuleiki hraðar og hún verður hraðari að vinna?

Tölvan mín þarf DDR 333MHz minni.
Opin kerfi selja svoleiðis 1GB (vörunúmer DC890B) á 23.710 en Tölvulistinn er að selja Corsair 1GB DDR 333MHz á 11.900 eða eitthvað svoleiðis..
Þetta er frekar mikill verðmunur þannig að það hlýtur að vera eitthvað öðruvísi við þessa minniskubba, Veit einhver hver munurinn er?

Takk fyrir

p.s. Öll ráð þegin :) hehe