algengasti vandinn við þessar vélar er hvað þær hitna óeðlilega mikið og reynslan mín af þessum vélum (selt ófáar slíkar) er ekkert alltof góð að ég myndi hoppa á slíka vél. Það eru minnsta kosti 3 ef ekki 4 önnur merki sem ég tæki fram yfir Acer :p
En miðað við hve oft maður heyrði allskonar kvartanir frá viðskiptavinum út af verkstæðinu þá var orsökin oftast Acer vélarnar. En skv. spám sérfræðinga er búist við meira frá þeim í ár þannig að vonandi? verður eitthvað varið í þetta merki loksins.
Vélar sem ég tæki fram yfir hispurslaust væri t.d. Thinkpad, Dell, HP og Macbook Pro. Acer er allavega enn sem komið er ekki beint samkeppnishæf móts þeim. Í mínum bókum situr hún nokk milli þeirra fjóra og Toshiba og Medion sem er nokkuð mikið rusl. Þannig að Acer er svona meðalvél, ekkert merkileg.
Ekki heyrt mikið um verkstæði Att.is reyndar þannig að ég get ekki sagt um það. Aðrir geta eflaust komið með einhver mæðmæli/sögur..
Ef ég hef heyrt góða hluti af einhverju verkstæði þá er það oftast verkstæði Hugvers sem ber á góma. Reyndar lítið kynnt mér þessar Mitac vélar en verkstæðið þar lofar allavega góðu.