Þessvegna mælti ég sterklega með að hann uppfærði upp í 1GB.
Þótt að vista þurfi mikið minni þá er 1GB fínt. Á meðan maður er að spila leik og ekki með nein stór background forrit í gangi tekur vista um 300, mestalagi 400mb af vinsluminni. Þá eru 6-700 eftir fyrir leikinn sem er allveg nóg til að runna flesta leiki nokkuð smooth og án mikilla vinsluminnislagspikes, sem ég bóka að yrðu oft og lengi með 512.
2GB myndu náttúrulega láta hann runna ennþá betur og taka burt akkúrat öll minnislagspikes, jafnvel þegar hann alttabbar inn og út úr stórum leikjum, en það segir sitt að hann sé nýbúinn að kaupa tölvu með 512mb vinsluminni. Það bendir sterklega til þess að hann sé ekki hardcore leikjaspilari að reyna að keyra Oblivion í hæstu gæðum eða e-ð.
Svo 4GB? Dark Messiah er einn af minnis-kræfustu leikjum sem gefnir hafa verið úr og tekur 3-4GB af vinsluminninu ef maður slekkur allgerlega á page file. Samt get ég runnað hann með mjög litlu minnislaggi á 1GB vél og engu minnislaggi á 2GB vél.