Setti þetta líka á /windows en ákvað að posta þessu líka hér…
Fyrir um ári var ég með einhverja vírusvörn uppi sem var out of date. Svo að bróðir minn náði í þessa avast vírusvörn á þess að uninstalla hinni. Ok, tölvan var ötrúlega slow en loksins náði ég að uninstalla hinni. Ok svo ætla ég að fara að ná mér í nýja vírusvörn og var búinn að segja bróður mínum það og þá ákveður hann bara (án þess að ég viti af því) að deleta avast bara úr program files án þess að uninstalla. Þannig að það er ekkert í program files en samt er þetta avast í add or remove programs. Og þegar ég klikka á avast og geri remove þá kemur error sem segir couldn´t find eitthvað og það gerist ekkert.
Eftir þetta hefur hitt og þetta í tölvunni orðið óvirkt. Eins og leitin, þegar ég klikka á search þá kemur upp glugginn en það er bara all hvítt, enginn hundur eða neitt. Það sama er þegar ég fer í user accounts og í system restore. Líka þegar ég fer í pósthólfið mitt þá kemur upp gluggi sem stendur error couldn´t load avast eitthvað en það er í lagi ef ég ýti bara á ok þá fer það.
Sem sé var að spá í hvort ég þurfi að formata eða hafiði eitthvað ráð við að uninstalla avast úr add or remove programs?