1.eru til eithvað missmunandi af skjákortum?
1. Jájá, það eru til alveg fjölmargar tegundir af skjákortum. Þau skiptast nú til dags í tvo hópa, AGP og PCI-Express. AGP er eldri tækni og því hætt að framleiða skjákort með þannig tengingu við móðurborð. PCI-Express er nýrri og betri og þess vegna framleiða allir þannig í dag. Það fer eftir því hvurslags skjákortsrauf (yfirleitt efsta raufin á móðurborðinu) er á móðurborðinu þínu hvort þú ert með. Þú hefur td lítið að gera með PCI-Express kort ef þú ert með AGP rauf. Til þess að nota það þarftu heilt nýtt móðurborð og það er aðeins meira mission heldur en nýtt skjákort.
2.hvernig er þvi latið i velina og instalað þvi?
2. Þú byrjar á því að taka allt úr sambandi og slökkva á aflgjafanum. Síðan opnar þú vélina (þarft líklega skrúfjárn), tekur gamla kortið úr (þarft líklega skrúfjárn aftur, einnig er oft öryggispinni sem þú þarft að ýta í einhverja átt, þá hoppar það svona út) og setur nýja kortið í. Skrúfar allt aftur (og klikkar öryggispinnanum aftur á sinn stað). Lokar vélinni og tengir shittið aftur. Síðan þarftu að installa driver fyrir skjákortið, en það er svona einskonar túlkur milli skjákortsins og stýrikerfis þíns, sér um að kveikja á því og runna það á meðan þú leikur þér eða horfir á mynd eða whatever. Driver ætti að fylgja með disknum sem ætti að fylgja með skjákortinu og ef þú ert að nota Windows er það bara svona, setja diskinn í, next, next, next, finish dæmi. Annars ætti að vera auðvelt að downloada honum á netinu.
3.eru skjákort dýr?
3. Já, skjákort teljast til rándýra og lifa aðallega í Suður-Afríku.. haha nei grín.. :D
Gömul (jafnvel notuð) skjákort eru ekkert svakalega dýr, kannski 1-10 þús kaggl. Bara vengjulegt skjákort er svona 10-20-30 þús kaggl, fer allt eftir gæðum. Þessi nýjustu, nýjustu eru síðan nánast alltaf eitthvað í kringum 50 þús kallinn.