Ég er nú að svo stöddu kominn með þó nokkuð mikla leið á þessu Speedtouch router drasli sem Síminn group minglaði upp á mig og ég kolgleypti við. Þannig ég hafði ákveðið að fjárfesta í glænýjum router. Sá besti sem ég fann eftir alveg 10 mínútna leit var Linksys WRT300N, en hann styður þetta nýja 802.11n dæmi. Og það víst bara suckar. Greinilega ekki tilbúið fyrir markaðinn dæmi, en á víst að svínvirka ef maður er með b eða g netkort.
Síðan rakst ég á Netgear WPNT834 og les allar þessar sláandi gagnrýnisritgerðir um hann. Þessi á víst að vera alveg frábær og me want! Lúkkar líka flott og svona, passar flott við mac lappan sem ég kaupi handa mömmu einhvern tíman, veit reyndar ekkert hvað þeir heita orðið nú til dags.
En hey, komum okkur að efninu! Veit einhver, hvar og hvernig í ósköpunum þessi Netgear router er fáanlegur hér á landi?
Bætt við 19. febrúar 2007 - 12:55
Ég fann hann! Draumarouterinn!
RangeMax WPN824! <- Þennan langar mér í! Og ég veit hvar ég fæ hann :D
Kostar samt örugglega feitt.
indoubitably