Hæg mús.
Alltaf þegar að ég tengi flakkarann minn við lapann verður músin alveg geðveikt hæg og frís bara á endanum og þá er ekki hægt að hreyfa hana. Þetta er þráðlaus Trust mús sem ég keypti í bt á einhverju tilboði. Touch padinn virkar og gamla músin mín, sem er ekki þráðlaus, líka. Get hinsvegar ekki prófað aðra þrálausa mús en ég efa það að þetta sé henni að kenna þar sem að hún virkar mjög vel þegar að flakkarinn er ekki tengdur. Er flakkarinn svona mikið álag á usb tengin eða? Datt í hug að þetta gæti haft eitthvað með rafmagn að gera en flakkarinn er tengdur með straumbreyti svo mér finnst það ólíklegt. Dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að og hvort ég gæti gert eitthvað í þessu? Þarf að hafa flakkarann núna nánast alltaf tengdann við tölvuna og mig langar að geta notað músina mína áfram.