Það hlaut að koma að því, ég hellti kóki yfir smá hluta af lyklaborðinu, s.s. rétt vinstra megin við örvarnar. Ég tók það strax úr sambandi, tók nokkra takka af og það var varla blautt bakvið takkana, ég þurrkaði það litla sem var og setti takkana á og setti það í samband.
Nema núna er eins og það sé ýtt á ljósatakkann af og til sem er btw efst á því, og það skrollast í gegnum ljósastillingarnar nokkuð hratt en ekki eitthvað mega. Þetta gerist bara af og til. Er eitthvað sem ég get gert ?
Bætt við 27. janúar 2007 - 00:08
Og núna tek ég eftir því að það er eins og það sé verið að ýta á takkana fyrir neðan skjáinn, s.s. hann skrollar í gegnum menu-ið.