Ha ha ha hann hefur greinilega ekki hugmynd um hvað hann er með í höndunum hann hefur fengið þetta gefins eða eitthvað og er að reyna að gera sér pening úr því ekki að það sé neitt að því sem slíku en menn varða að geta gefið upp ákv. lágmarksupplýsingar til að þetta seljist.
þetta er turn, nenni ekki að leita að spec, er ekki að leitast að svörum frá svörum frá pollum eins og þér þannig að slepptu bara að kommenta, þeir sem vita hvað þetta er skoða þetta nána
Kommon, þetta segir ‘maximium capacity’ etc. Þetta segir ekkert um serverinn þinn. Ég myndi alveg hugsa um að kaupa hann ef þú gætir bara sagt mér hvað er í kassanum. Poweredge 2400 er nefnilega svo ‘opið’ það væri hægt að setja vélbúnað að verðmæti nokkur hundruð þúsund króna (í dag) inní hann. En eins gæti hann innihadið bara, og ég býst reyndar við því, einn/tvo litla örgjörva, eitt lítið minni og lítið sem ekkert harðdiskapláss.
Ég á server sem ég get þó allavega sagt spekkana á… Og reyndar, um leið og þú póstaðir þessu og einhver spurði hvað server var þá var ég búinn að skrifa slatta langt svar en firefox krassaði og það eyddist.
Server er bara tölva sem keyrir þjónustu. Flestar tölvur í dag eru þannig séð serverar. Sérstakar servervélar eru hins vegar með nokkra örgjörva, minni með ECC og nota oftast SCSI diska (þó annað sé líka til í dæminu). ECC og SCSI er vélbúnaður sem eru nokkuð dýr og sem dæmi má nefna að þú færð varla stærri SCSI diska en 150GB og þeir kosta einhver 20 þúsund kannski. Hins vegar hafa þeir marga kosti, sem reyndar hafa misst vægi eftir að SATA kom, kostir þeirra eru m.a. hraðinn (10-15krmp), þeir nota ekki örgjörvann í tölvunni etc.
Annars endilega segðu mér hvaða rök þú hefur fyrir því að þú vitir meira en ég.
þú fengir líklega betra boð,ef þú vissir hvað er í þessum server. það er erfitt að bjóða í hluti sem eru gerðir í mörgum útgáfum,ef maður veit ekki hvaða útgáfu er um að ræða.
þetta er pínulítið eins og að auglýsa bara Bens til sölu og ekkert annað. Það eru til mörg módel af Bens,sem eru misvel búin og verðið ræðst af módelinu og búnaði.
Ef þú getur ekki fundið út hvaða búnaður er í þessum server hjá þér,þá færðu varla hærra boð.
En viltu ekki bara kaupa af mér minnin á 5000 ef þú ætlar að halda vélinni og hafa vélina fulla af minni.(hún ræður við 2GB af vinnsluminni)
ja ég veit, ég er ekkert að fara notann, en að ayglýsa bens?, nee frekar bens 200 línan, annars væri það bara dell server en ekki dell poweredge 2400 línan, en whatever, ég á fullt af minni þarf ekkert, myndi setja í ef ég nennti því
Serverinn þinn notar alveg örugglega ECC SDRAM minni. Þú átt pottþétt ekki þannig liggjandi á gólfinu. :P Annars ef ég mætti kíkja á hann þá myndi ég kannski hugsa um boðið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..