Ekki búið að koma grein svo lengi að ég ætla að koma með smá.

Er ekki að nenna gömlu tölvunni lengur enda frís hún alltaf þegar ég er að spila leiki og fleira vesen svo ég er búinn að ákveða að kaupa mér nýja :D

það sem ég byrja á að gera er að fara á www.vaktin.is en það er síða sem ber saman verð á vélbúnaði í helstu tölvuverslununum.


Harður diskur:

Serial ATA eða SATA verður fyrir valinu frekar en IDE enda er 400GB þannig diskar jafn dýrir og SATA er bara nýrri og hraðvirkari tækni.


Móðurborð

margir segja að maður eigi að kaupa dýrt og gott móðurborð til að geta uppfært örrann skjákortið og minnið seinna meir en mér finnst það rangt. vegna þess að tölva sem kostar um 70þús í dag (eins og ég er að fara að kaupa) á eftir að duga þér í flesta nýjustu leikina núna og alveg næsta árið.
En síðan verður bara komin ný tækni sem er ekki vitað um núna og móðurborðið á þá ekki eftir að ráða við. tæknin er svo rosalega hröð í dag. hvað finnst ykkur varðandi þetta ?

ég er allavega að pælí að kaupa bara ódýrasta móðurborðið sem styður samt allt sem ég læt á það. held það sé sniðugast í dag


annað er að hafa líka innbyggt hlóðkort og lankort á móðurborðinu. lang þægilegast og hljóðkort eru líka rándýr og skipta litlu að mínu mati. gott í dag og smá uppá framtíðina að lankortið sé 10/100/1000.


Örrinn:

Core 2 - “Duo E6300 Retail” (munurinn á retail og OEM er að retail er með bæklingum, viftu og kæliplötu meðan OEM er bara örrinn stakur í boxi (HELD EG))

Core 2, nýjasta tækni og geysiöflugur held hann sé um 4.5 Ghz en samt á þrusugóðu verði 13750.

þessi : “Duo E6700 Retail” alveg eins nema bara 6700 í staðin fyrir 6300 kostar 50þús. skil reyndar ekkert af hverju hann er 4x dýrari en samt bara um 10% hraðari ?


Minnið:

1GB DDR 2 (800) þetta (800) þýðir hraðinn á minninu og það skiptir miklu máli.

DDR 2 nýjasta tækni og hraðasta minnið á markaðnum
1GB sem er líka slatti og það á góðu verði, 11950 hjá att

betra er líka að kaupa einn stóran kubb þótt hann sé aðeins dýrari uppá framtíðina til þess að geta bætt við minni útaf sum móðurborð eru bara með 2 minnisslot þótt flest séu með 3 eða 4

Skjákortið:

hérna er ég alveg lost. veit ekkert hvort ég á að fá mér radeon eða geforce og þá hvort það eigi að vera GT eða GS, XL eða XT, Pro eða hvað…

ætla að hafa það samt í kringum 15þús. aðeins dýrara líklega, svona 18.


Kassinn:

margir vilja eyða miklum pening í stóran og flottann kassa með ljósum og fleiri viftum en eina gagnið í því eru vifturnar. og það er alls ekki peninganna virði. þannig kassi kostar oftast um 12 þúsund með engu power supply og svo þarf að kaupa það á svona sirka 5 þúsund og þá ertu kominn í næstum 20 þús bara fyrir kassann.

hinir kassarnir eru alveg jafn góðir.

Artemis middle tower turnkassi með usb tengjum og 300W powersupply (sem er alveg nóg nema þú sért að fara að hafa einhverja 5 harðadiska sem er tilgangslaust þegar þeir eru orðnir svona risastórir eins og þeir eru í dag)

plain fínn léttur og þægilegur kassi og kostar bara 3950 !


Geisladrif:

ætla að fá mér dvd skrifara. held að þannig skrifari virki líka sem venjulegur geislaskrifari, geisladrif og dvd drif. þá ertu með allt fernt í einu sem væri mjög fínt. og kostar líka bara um 4þús kall.. held samt að dvd skrfari sé ekki allt :D

———-

svo á ég lyklaborð mús, skjá og góða hátalara.

—-

ætla líka að leyfa mér að auglýsa gömlu tölvuna mína til sölu :D

Turninn: (engin mús, lyklaborð né skjár)

Intel Pentium 4 2.8 ghz prescott örgjörfa með 1MB í minni (cache) á MSI PT8 Neo móðurborði (socket 478) (FSB 800) (DDR 400) (SATA) (5.1 Channel) og með innbyggðu hljóðkorti og lankorti -12000

512 MB 400 DRR Corsair minni -1700

DVD drif -1000

Geislaskrifari -1200

Skjákortið er 64MB geforce minnir mig. gamalt en virkar fínt -800

Auka lankort til að geta bridge-að lan connection þeas tengt 3 tölvur saman án þess að nota hubb -300

Enginn harður diskur

Saman er þetta í fínum turn með power supply -1500


——-

Aðeins 18500 mjög ódýrt. Bara örgjörfinn ekki einu sinni með móbóinu kostaði fyrir einu og hálfu ári 19900