Sælir,

Er að gæla við að selja varpann minn, ef viðunandi verð fæst fyrir hann.

Upplýsingar:

ACER PD521

- DLP tækni
- Native XGA upplausn (1024x768)
- 2000 Ansi-lumens
- Component, Composite, S-Video og VGA tengi
- Fjarstýring
- 2000 klst pera (3000 í eco mode)
- Aðeins 27db í eco mode (heyrist ekki í honum)
- Taska fylgir

Ég keypti hann fyrir c.a 2 árum síðan og hef notað hann afskaplega lítið. Reyndar var hann líklega eitthvað gallaður þegar ég fékk hann og endaði það með því að ég fór með hann í viðgerð vegna myndtruflana fyrir c.a ári síðan. Hann var sendur út í viðgerð og kom til baka alveg eins og nýr með nýrri peru.

Peran er aðeins notuð c.a 200 tíma af 3000 og ég nota hann ávalt í eco-mode.

Eina sem ég hef útá hann að setja er að maður þarf stundum að ýta nokkrum sinnum á power-hnappinn á fjarstýringunni til að kveikja á honum. Ég lét kíkja á það líka þegar hann fór í viðgerðina og fékk þau svör að þetta væri “eðiliegt” á þessari týpu, þ.e bara eihver galli eða eitthvað sem hrjáir alla þessa varpa og ekkert við því að gera. Gott og vel - pirrar mig svosem ekkert.

Verðhugmynd 50-60þús en er opinn fyrir tilboðum.

Svara hér eða PM.