Ég sjálfur myndi aldrei fara útí einhverja alvarlega hljóðvinnslu á leikjavélinni minni og tala nú ekki um ef að menn eru að stunda þetta að atvinnu eða byggja hluta af tekjum sínum af þessu.
Það fer heldur ekkert endilega saman að vera með öfluga leikjavél og að vera með góða hljóðvinnsluvél og sjálfur myndi ég aldrei tíma að setja hljóðkort sem að kannski kostar meira enn restin af vélinni samanlagðri inní mína vél miðað við þá uppsetningu sem að er á henni í dag.
Menn hafa líka að öðrum hlutum að huga í hljóðvinnslu þarsem að gæði móðurborða felast ekki eingöngu í afköstum og gæði aflgjafa mælast ekki í wöttum.
Þótt að menn séu með gott upptökuhljóðkort merkir það ekkert endilega að það sé öflugt í afspilun.
Þetta snýst ekkert um möguleika heldur hvað hentar hverjum og einum.
Aldrei myndi mér t.d. detta í hug að ná í warez,mp3,myndir eða spila leiki á skólavélinni minni enda er hennar hlutverk ekki það að gera þetta heldur að sjá um netvafr, ritvinnslu og geyma hugsanlega örsafn af mp3 skrám.
Ég sjálfur keyri þrjár vélar fyrir mig heima og þær falla svona niður,
Leikja/tónlistar/tv box
Ég spila alla leiki á henni, er með hana tengda í skjáinna og skjávarpann og hljóðkerfið og þetta er sú vél sem að ég nota helst.
Skólavél
HP Omnibook sem að gegnir sínu hlutverki þótt að rafhlaðan sé að verða frekar slöpp og sé að þrýsta á mig til að uppfæra enda er endingin einungis 20 mínútur þannig að maður þarf stöðugt að finna sér innstungu.
Sér um ritvinnslu,skólaverkefni.
Server
Sér um að malla á torrent og geyma afrit af báðum fyrri vélum + að allri tónlist og myndböndum er veitt í gegnum hana á hinar tvær vélarnar og vélar hjá öðrum fjölskyldumeðlimum.
Sér einnig um að geyma afrit af öllum nauðsynlegum gögnum fyrir mig og fjölskyldumeðlimi eftir að mágur minn lenti í því að fartölvunni hans var stolið ásamt skólaverkefnum.