Svo spurning númer 2: Er það orðið norm að þurfa að overclocka skjákort ef þau eiga að virka eitthvað? Eiga þau ekki að gera sitt gagn beint úr kassanum? Nú er ég ekki að spila neina heavy leiki eins og Oblivion og Titan Quest sem er með mad kröfur. Ég hef svoldið verið að spila Doom 3 uppá síðkastið og mig langaði einmitt mikið í að fá betri grafík í honum, þurfti að keyra hann svoldið niður til að geta spilað hann með gamla kortinu. En nú er það bara þannig að leikurinn krassar aftur og aftur! Það koma glitsar í grafíkina og svo bara hrynur leikurinn. Eftir mikið japl, jaml og fuður (uppfærði drivera og direct X) gat ég loksins keyrt leikinn án þess að hann krassi með því að keyra áfram í SÖMU stillingum og með gamla kortið, wtf?!?
Ég prufaði sömuleiðis að keyra Max Payne 2 og það var sama vandamál, glitses og krass og eftir að ég uppfærði Direct X vill hann ekki einu sinni leyfa mér að keyra sig upp.
Að lokum - öll þessi vandamál gætu eitthvað tengst því að ég er með skjá með spes upplausn og þeirri staðreynd að tölvan vill ekki þekkja hann öðruvísi en default monitor (sem sagt áttar sig ekki á því hvers konar rosa græja er hér á ferðinni!).
To sum it all up: I NEED HELP! :(
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _