Raid er notað bæði fyrir gagnaöryggi og hraða.
Það eru til óteljandi útfærslur á Raid en algengustu útfærslurnar eru Raid-0, Raid-1 og Raid-0+1.
Raid-0(Striping):
Þessi útfærsla felur í sér að notaðir eru tveir eða fleiri diskar og gögnonum er skipt niður á alla diskana. Dæmi: ef þú vistar 100MB skrá þá myndu 50MB fara á hvorn diskinn sem þýðir að þegar þú lest skrána aftur þá eru tveir diskar sem skila þér gögnonum í staðinn fyrir einn sem þýðir meiri hraði.
Raid-1(Mirroring):
Í þessari útgáfu þá eru sömu gögnin skrifuð á alla diskana sem þýðir að ef einn diskur bilar þá er alltaf til afrit.
Raid-0+1(Striping+Mirroring):
Í þessari útgáfur þarftu lágmark 4 diska (held ég) þ.e.a.s. tveir diskar sem skipta gögnonum á milli sín og tveir sem afrita hina. Þessi útgáfa felur í sér mikinn hraða og hámarks öryggi.
Þó að Raid hafi ekkert með SCSI að gera, þá er Raid oftast notað með SCSI diskum því þeir eru bæði hraðvirkari og öruggari.