Ég ælta að byrja á því að segja ykkur að ég hef voðalega lítið vit á öllu því sem kemur vélbúnaði og svoleiðis, svo þið verðið að afsaka fáfræði mína :)
Ég er með nokkrar spurningar:
1. Hvar get ég séð hvað harði diskurinn minn er stór?
2. Er eitthvað mál að fá sér nýjan disk, þ.e.a.s. skipta um disk.
3. Glatast gögnin þegar maður skiptir um disk og hvernig er hægt að komast hjá því?
4. Hvar gerir maður bestu kaupin á Íslandi við kaup á hörðum disk og eru einhverjar tegundir sem þið mælið með.