Þú spurðir „hvað mynduð þið borga fyrir hana ?“ Öll þessi svör eiga fullkomlega rétt á sér ef þeir eru virkilega að segja hvað þeir myndu borga fyrir hana.
Ég persónulega er tilbúinn til að borga 30.000 kr fyrir svona tölvu. Mig langar ekkert í svona tölvu. Sumir myndu t.d. ekki borga neitt fyrir svnoa tölvu. Ef enginn býður 130.000 kr eða er tilbúinn að borga 130.000 kr fyrir hana þá er tölvan ekki 130.000 kr virði þótt hún kosti það út úr búð.
Ef mig langaði í svipaða tölvu eða væri að leita mér að tölvu sem svipaði til þessarar þá myndi ég borga 60.000 kr fyrir hana.
Ef þú getur fundið einhvern sem er tilbúinn að borga hærra þá auðvitað selur þú þeim hana. Ef ekki þá annað hvort selurðu hana þeim sem býður hæst eða selur hana ekki. Þitt er valið, mér finnst svona leiðindi ekki eiga rétt á sér.