Sælir hugarar.

Vonandi er einhver snillingur hérna sem getur hjálpað mér.

Mál með vexti að ég er að nota Canon Pixma IP1500 prentara gegnum Planet FPS-1010 prentþjón. Usb tengi við prentarann og RJ-45 kapall inn á LAN.

Vandamálið snýst um að allar prentskipanir fara fjandans til vegna “timeout”. Öll office forritin frjósa, ég er heppinn ef ég get prentað eina síðu með texta eingöngu á innan við 10 mínútum.

Skiptir ekki máli hvort ég nota þráðlaust tengdan lappa eða “hardwired” pc tölvu. Alveg sama vandamálið.

Ef ég tengi prentarann beint við lappa þá prentar hann á “no time”.

Hvað gæti verið að angra mann í þessu? Er prentarinn ekki gerður fyrir svona notkun eða er “fast” print netþjónninn eitthvað böggaður.

Einhverjar hugmyndir?