Fáeinar spurningar.
við erum með tvær tölvur á heimilunu og önnur er algjört drasl og við notum hana varla lengur, nema stundum kemur það fyrir að við þurfum akkúrat að ná í eitthvað skjal af henni. Svo ég var að spá að taka harða diskinn úr henni og setja hann á hina tölvuna, og hvort þetta sé eitthvað mikið mál? Er þetta bara að af tengja hann, skrúfa hann úr og tengjann við hina tölvuna, eða er eitthvað svaka uppsettningar ferli sem ég þarf að ganga í gegnum? Þá var ég líka að spá í að taka vinnsluminnið úr henni og setja í hina tölvuna, en ég bara veit ekkert um þetta minni fyrir utan það að þetta eru tveir kubbar sem eru í heild 504 mb, á ég nokkuð í hættu á að skemma eitthvað með því að prófa að setja þá í hina tölvuna?