So væri ég nú alveg líka til í að fá að heyra með hvaða stýrikerfi mennirnir hafa.
Eins og fram hefur komið þá er þetta allt samspil af mörgum þáttum.
CAS-2 vs CAS-3, 200FSB vs 266FSB (bæði á Örranum og móbóinu), ATA-66 vs ATA-100 svo fátt eitt sé nefnt.
Þá skiptir það líka miklu máli hvað tölvurnar voru að gera í þessum “prófunum” ykkar.
Þá vil ég benda mönnum á Söndru (SiSoft Sandra) sem menn geta downlódað til að setja tölvurnar í margs konar strangar prófanir.
Svona bara upp á grínið þá vil ég skjóta því hér inn að 1.33 Örrinn frá AMD var nú barasta að rúlla yfir 1.7 Örrann frá Intel í SUMUM prófunum, ég endurtek í SUMUM prófunum.
Ég nenni nú ekki að fara að finna þá grein, man ekkert hvar það var(ég get sosum reynt það ef menn verða eitthvað brjál. :)
Þá vil ég nú bara segja að AMD eru að gera stórgóða hluti og vil ég minna menn á að ef þeir væru ekki fyrir hendi, að öllu öðru óbreyttu, þá væru örrarnir (náttúrulega bara frá Intel)þokkalega miklumiklumiklu dýrari en þeir eru í dag.
Ennfremur skulu menn athuga hvaða “Bang for the Buck” menn eru að fá. Þá ættu menn ekki að vera í miklum vafa lengur um hvað kaupa skyldi.
So er bara miklu meira kúl að eiga AMD :)
Áfram AMD
Xits