Sælir.

Var að spá í því að fá mér eitt stykki fartölvu og var að spá í Acer TravelMate 4672WLMi.

Nánari vörulýsing
Örgjörvi - 1.66GHz Intel Core Duo T2300 með 2MB flýtiminni
Minni - 512MB DDR2 533MHz 200pin - Stækkanlegt í 2GB
Harðdiskur - 80GB SATA hljóðlátur harðdiskur 5400RPM
Skrifari - 8xDVD±RW Dual Layer skrifari sem einnig skrifar CD-RW
Skjár - 15.4" TFT WXGA með 1200x800dpi og 16.7 milljón liti
Skjákort - Intel GMA950 PCI Express með allt að 128MB minni
Hátalarar - Hljóðkerfi með 2 hátölurum og hljóðnema
Lyklaborð - Lyklaborð í fullri stærð
Mús - Innbyggð snertinæm músarstýring með skrun hjóli í allar áttir
Netkort - Gigabit 10/100/1000 netkort og 56K mótald
Þráðlaust - Innbyggt þráðlaust 54Mbps 802.11g netkort
Stýrikerfi - Windows XP PRO - SP2 - á íslensku eða ensku
Þyngd - Aðeins 2.95Kg, W 364 x D 275 x H 36mm
Tengi - 4xUSB 2.0, FireWire, VGA/DVI-D, TV-út, Infrared, Type II PC Card, ExpressCard/34 slot o.fl.
Annað - Innbyggður 5 in 1 kortalesari fyrir flestar gerðir minniskorta
Rafhlaða - Li-ion rafhlaða, ending allt að 3.5 tímar
Ábyrgð - 2ja ára ábyrgð á tölvu, 1 árs ábyrgð á rafhlöðu
kostar 129000 hjá tölvulistanum.

Er einhver með reynslu af þessari vél eða veit um einhverja aðra betri vél?
Get borgað mest svona 140 þús.

Ástarkv. Huy