Þessi spurning er mjög innihaldslaus.
1. Hvað ertu með stóran skjá á vélinni? er hann kannski 17". Staðreynd: Skjárinn eyðir mest
Mjög algengt að sjá svona einn og hálfan til tvo tíma notkun á þannig vélum.
2. Er vélin með Celeron örra eða örra sem ekki er með innbyggðum niðurklukkunar fídus. Örrar sem ekki hafa þennan fídus eyða mun meiri orku.
3. Ertu með innbyggða skjástýringu á móðurborði svo sem Intel Extreme Graphics ofl eða ertu með mjög orku hungrað skjákort svo Geforce 6800 eða Ati X1600
Staðreynd: Skjákort er næst mesti orku svelgurinn.
4. Hvað er batteríið stórt sem þú ert með í vélinni? Er það 6 cellu eða 9 cellu eða jafnvel aðeins 4 cellu, jú því færri cellur jú því minni orka. Flest fartölvu batterí eru 6 cellu og geyma að meðaltali svona 4800mAH af orku(AH=Amper hours).
Ég hef heyrt um svona slaka batterí framistöðu en þá er vanalega verið að tala um vél með flestu af þessu sem ég hef talið upp hér að ofan.
Svo getur líka verið að batteríið sem þú fékkst er gamalt(það er framleidd fyrir löngu síðan) og heldur því ekki vel hleðslu. Þú getur farið í battery information og sé hvað það er hátt wear level á batteríunu.
Eitt gott forrit sem þú getur náð í og er frítt heitir [ Notebook Hardware Control ] bara Googla það. Þar getur fylgst með hitastigum, örra notkun og batterí notkun og heilsu. Kíktu á það.