Já þú þarft að setja hitaleiðnikrem á milli heatsinks, og örgjörva.
Ástæðan er að málmurinn er ekki alveg sléttur, heldur fullur af smáum holum sem þú sérð ekki með augunum. Í þessum holum er loft, sem er mjög slæmur hitaleiðari. Hitaleyðnikremið smígur inn í þessar holur og eykur hitaleiðnina umtalsvert.
Hins vegar, þá má ekki nota ofmikið af hitaleyðnikremi, þar sem það er verri hitaleiðari en málmur.
Kveðja habe.